7.10.2007 | 16:01
Raxi eða ekki Raxi það er spurningin???
Langar bara að benda fólki á það að þetta snýst ekkert um nafnið Raxi. Það sem þetta snýst um er að bloggarinn "Raxi" var með sterkar skoðanir á hlutunum og "Raxi" Ljósmyndari sem er jú vissulega þekktur karakter í þjóðfélaginu og margir til hans þekkja verður að vera þokkalega hlutlaus í sínu starfi sem fjölmiðlamaður. Og fólk var farið að hringja upp á mogga og í Ragnar sjálfan og kvarta undan skrifum hans. Og var farið að rugla þeim saman. Skiljanlega þar sem þetta nafn er nú ekki algengt eins og jú t.d. Halli, Nonni, Gunni, Gummi ofl. Nei Rax er ekki algengt gælunefni hér á landi og því auðvelt að rugla þeim saman.
Ef það væri blogg undir nafninu Ólafur Ragnar, ég þekki 2 slíka og hvorugur þeirra er Forseti Íslands en ef þeir færu að blogga gæti fólk alveg ruglað þeim saman ekki rétt? Jú auðvitað og segjum sem svo að Bloggarinn Ólafur Ragnar bloggar um hversu leiðinlegir hinn og þessi stjórnmálamaður er eða eitthver annar þjóðþekktur einstaklingur er ljótur Fólk sem les gæti ruglast og talið að þetta væri Forseti Íslands að skrifa og hvað mundi Hr. Ólafur Ragnar Grímsson gera? Jú hann kæmi með,,Yfirlýsingu og segði að þetta væri ekki hann mjög saklaust ekki rétt hann var aldrei að banna nafnið Ólafur Ragnar neitt. Sama og Ragnar Axelsson gerði hann bannaði aldrei að nota sama gælunafn og hann er með!
Og ég endurtek þetta hefur ekkert með nafnið Raxi að gera, endilega kallaðu þig hvað sem er hvenær sem er en þegar að það er farið að koma niður á þeim sem er þekktur undir því nafni þá er alveg sjálfsagt að bara leiðrétta það.
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Jón Snær Ragnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar